Handboltaferð í borgina.

6. og 5. flokkur lögðu af stað suður kl. 12:20 á föstudaginn 10. mars en ferðin stoppaði brátt þegar slys í öxnadalnum lokaði veginum og var rútan okkar stopp í u.þ.b. 40 mín en eftir þetta gekk ferðin smurt fyrir sig. Fyrsta stop á höfuðborgarsvæðinu var Ikea þar sem allir nærðu sig vel fyrir fyrsta leik 5. flokks en 6. flokkur átti ekki leik fyrr en laugardags morgun, báðir hópar gistu í sitthvorri skólastofunni í Hvaleyraskóla, í Hafnarfirði, þar sem leikið var til 23 en þá var kominn háttatími. Laugardagurinn byrjaði kl. 6:45 þegar að 6. flokkur fékk sér morgunmat og brunaði svo upp í Skógarsel til að spila fyrsta leik gegn Gróttu en sá leikur gekk vel og vann Þór 16-12, næsti leikur var gegn Haukum og byrjaði hann vel þar sem Þórsarar voru 3-4 mörkum yfir megnið af leiknum en Haukar áttu góðar loka mínútur og komust yfir þegar 10 sek voru eftir og Þór skoraði flautumark sem taldi ekki, eftir svekkjandi tap sem hefði átt að vera þæginlegur sigur, var komið að sterkasta liði riðilsins sem höfðu unnið alla 3 leiki sína en mikil barátta var í þessum leik og fyrri hálfleikur var mjög jafn þar sem ÍBV var 2 mörkum yfir í hálfleik en brekkan kom í seinni hálfleik og lokatölur voru 16-11 fyrir ÍBV, seinast leikurinn var gegn Val en þá voru Þórsarar orðnir þreyttir á að tapa og rifu sig í gang og unnu 15-8 sigur í þeim leik, flott frammistaða hjá 6. flokk sem inniheldur 3 árganga og mikið af blómstrandi handboltamönnum. Eftir mótið var skellt sér í sund í suðurbæjarlaug og svo var horft á 5. flokk sigra sinn seinasta leik gegn Fylki.

5.flokkur átti fjóra leiki á laugardeginum. Þeir mættu til leiks hjá Haukum að Ásvöllum. 5.flokks liðið er mikið stemninslið og sýndu það sannarlega á þessum laugardegi. Af fjórum leikjum bárum við sigur í þrem. Það voru leikir á móti FH, KA og Fylki. Allt skemmtilegir leikir á móti vel spilandi andstæðingum. Tap varð síðan að veruleika á móti HK en þeir, ásamt 5.flokki Þórs sem og KA verma þjrú efstu sætinn í 3.deildinni. Þessi þrjú lið eru með 3 unna leiki og einn tapaða. Markatölur ráða niðurröðun þar sem HK vermir fyrsta sætið, við annað sætið og KA þriðja.

Þess má geta að stákarnir í 5.flokki tileinkuðu mótið þjálfara sínum Ágústi Lárussyni og spiluðu sína leiki með sorgarband í minningu hans.

Eftir síðasta leik laugardagsins var farið beint á KFC og síðan brunað norður.

Þjálfarar vilja þakka leikmönnum, fararstjórum og öðum foreldrum fyrir góða og gefandi helgi.

Hér er tengill á myndir frá 5.flokki. Fyrir Gústa