Handboltaskóli Daniels Birkelund

Helgina 3-4 janúar hélt unglingaráð handboltans hjá Þór, Handboltaskóla fyrir 3. og 4.flokk. Alls mættu 17 drengir á æfingahelgina sem var í umsjón Daniels Birkelunds þjálfara meistaraflokks. Á laugardeginum fór Daniel yfir mikilvægi markmiðasetningar fyrir einstaklinga sem og fyrir lið í held sinni. Allir gerðu sér markmið tengt handboltanum, bæði einstakling og með liðið í huga. Fjallað var um mikilvægi þess að hver og einn leikmaður geri sér grein fyrir sinni stöðu innan liðsins og einbeiti sér að þeirri sértæku hæfni sem leikmaður í þeirri stöðu þarf að læra og að geta nýtt sér í spilun. Inn í þetta fléttaði hann æfingar sem teknar voru í sal. Þar voru, ásamt Daniel, Oddur Gretarsson og Hafþór Vignisson leikmenn meistaraflokks.

Á sunnudeginum fjallaði fyrirlestur Daníels um grunntækni í hreyfingu og sendingum bæði með og án bolta. Æfingar í sal voru í umsjá Daniels, Odds Gretarssonar og Mateu Lonac, markmannsþjálfara yngriflokka.

Mikil ánægja var með Handboltaskólann og er stefnan tekin á aðra helgi í lok janúar.