Kjöri íþróttafólks Akureyrar lýst á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða íbúum Akureyrar til íþróttahátíðar í Hofi á morgun þar sem hápunkturinn verður þegar kjöri íþróttafólks Akureyrar 2023 verður lýst.

Þetta verður í 45. sinn sem íþróttafólk Akureyrar er heiðrað. Athöfnin er opin öllum. Húsið verður opnað kl. 17 en athöfnin hefst kl. 17:30. ÍBA hefur birt lista yfir tíu efstu konur og tíu efstu karla í kjörinu. Þau þrjú sem verðlaunuð voru sem íþróttafólk Þórs, Elmar Freyr Aðalheiðarson, Maddie Sutton og Sandra María Jessen, eru öll þeirra á meðal.

Dagskrá hátíðar

  • Hátíðin sett af formanni ÍBA
  • Ávarp formanns fræðslu- og lýðheilsuráðs
  • Kynning á Íslandsmeisturum 2023
  • Kynning á heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs
  • Styrkveiting úr Afrekssjóði Akureyrar
  • Kynning á tilnefningum tíu efstu til Íþróttafólks Akureyrar 2023
  • Kjöri íþróttkarls og íþróttakonu Akureyrar 2023 lýst