Knattspyrna: Þór/KA semur við Aðalstein Jóhann Friðriksson

Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við Húsvíkinginn Aðalstein Jóhann Friðriksson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks félagsins og feta þannig í fótspor annars Húsvíkings og nafna, Jóhanns Kristins Gunnarssonar, sem hefur látið af störfum eins og fram hefur komið í fréttum.

Þegar félagið stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að leita þyrfti að nýjum þjálfara var strax haft samband við Aðalstein Jóhann og gengu viðræður við hann hratt og vel fyrir sig. Hann sýndi starfinu strax mikinn áhuga en tók sér nokkurra daga umhugsunarfrest. Eftir að hann ákvað að þiggja starfið gengu samningar fljótt og vel fyrir sig. Samningur Þórs/KA og Aðalsteins Jóhanns er til þriggja ára.

Nánar má lesa um ráðningu Aðalsteins á vef Þórs/KA - thorka.is.