Komnir í 8-liða úrslit eftir góða ferð á Selfoss

Okkar menn í fótboltanum eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir góða ferð á Selfoss í kvöld þar sem Þór heimsótti Selfyssinga, sem eru nýliðar í Lengjudeildinni í ár eftir að hafa unnið 2.deild í fyrra.

Þórsarar mættu ákveðnir til leiks og strax á 2.mínútu opnaði Ibrahima Balde markareikninginn. Hann skoraði aftur á 15.mínútu og á 38.mínútu kom Ingimar Arnar Kristjánsson okkar mönnum í 0-3. Selfyssingar náðu að minnka muninn skömmu fyrir leikhlé en mark frá Einari Frey Halldórssyni á 54.mínútu gerði endanlega út um leikinn og lokatölur 1-4 fyrir Þór.

Eftirtaldir fjölmiðlar fjölluðu um leikinn.

Fótbolti.net

Akureyri.net

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Keflavík sunnudaginn 18.maí næstkomandi í Boganum.