Körfubolti: Þór sækir Keflavík heim í Subway-deildinni

Fyrsta hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta lýkur í kvöld og annað kvöld þegar 18. umferð deildarinnar fer fram. Okkar konur mæta Keflvíkingum í Keflavík. 

Þór var fyrsta liðið til að vinna Keflavík í deildinni í vetur þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í lok nóvember. Keflvíkingar hafa síðan þá tapað öðrum leik, en eru engu að síður á toppi Subway-deildarinnar með 13 sigra í 15 leikjum, einum fleiri en Njarðvíkingar. Þór hafði verið í nokkurn tíma í efri hluta deildarinnar, en færðist niður um sæti eftir tap gegn Haukum og Grindavík á meðan Haukar unnu tvo leiki í röð. Haukar og Þór hafa bæði unnið sjö leiki, en Haukar með betra skor í innbyrðis viðureignum. Eina von okkar kvenna er því að sigra Keflvíkinga í Keflavík á sama tíma og Haukar þurfa að tapa á heimavelli gegn Fjölni.

Að lokinni 18. umferðinni verður deildinni skipt í tvennt, fimm efstu spila innbyrðist tvöfalda umferð og fjögur neðstu, sem nú eru Þór, Valur, Fjölnir og Snæfell, spila tvöfalda umferð innbyrðis. Að því loknu fara átta efstu liðin í úrslitakeppni.

Leikur Keflavíkur og Þórs hefst kl. 19:15 og verður í beinni á Keflavík TV - sjá hér