Körfubolti: Tíu stiga sigur í Borgarnesi

Þórsarar fögnuðu sigri í Borgarnesi í kvöld. Myndin er úr fyrsta heimaleik tímabilsins, gegn KR. Myn…
Þórsarar fögnuðu sigri í Borgarnesi í kvöld. Myndin er úr fyrsta heimaleik tímabilsins, gegn KR. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar unnu sinn fjórða sigur í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir mættu liði Skallagríms í Borgarnesi. Okkar menn koma heim með tíu stiga sigur í farteskinu, en sitja áfram í 8. sætinu að loknum 11 umferðum.

Heimamenn í Borgarnesi höfðu yfirhöndina lengst af fyrri hálfleiks, en forskotið þó aldrei meira en sex stig. Þórsarar jöfnuðu og komust yfir undir lok hálfleiksins og leiddu með tveimur stigum í leihléi. Þeir juku síðan forskotið jafnt og þétt í þriðja og fjórða leikhluta, náðu mest 18 stiga forskoti áður en heimamenn minnkuðu muninn niður í tíu stig í lokin.

Harrison Butler og Reynir Róbertsson voru stigahæstir Þórsara, Harri með 27 stig og Reynir 22 stig. Jason Gigliotti tók 14 fráköst.

Skallagrímur - Þór (28-28) (15-17) 43-45 (11-22) (23-20) 77-87

Munurinn á liðunum í tölfræðiþáttum leiksins var fyrst og fremst í skotnýtinigu í tveggja stiga skotum þar sem Þórsarar voru með 69% nýtingu á móti 40% heimamanna. Helstu tölur má sjá á myndinni hér að neðan. Smellið á myndina til að skoða ítarlega tölfræði leiksins.

Stig/fráköst/stoðsendingar

SkallagrímurMagnús Engill Valgeirsson 17/9/1, Almar Orrif Kristinsson 15/2/3, Björgvin Ríkharðsson 12/14/3, Darius Banks 10/8/4, Orri Jónsson 8/0/1, Ragnar Magni Sigurjónsson 6/2/2, Davíð Guðmundsson 3, Marinó Pálmason 2/6/7, Eiríkur Jónsson 2/1/1, Davíð Ásgeirsson 2.

ÞórHarrison Butler 27/7/4, Reynir Róbertsson 22/4/4, Jason Gigliotti 15/14/1, Baldur Örn Jóhannesson 7/8/3, Smári Jónsson 6/5/3, Páll Nóel Hjálmarsson 6, Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 2/2, Hákon Hilmir Arnarsson 2, Róbert Orri Heiðmarsson 0/0/2.

Þórsarar eru áfram í 8. sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn, hafa unnið fjóra leiki af 11, en Vesturlandsliðin Skallagrímur og ÍA eru ekki langt undan. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Snæfelli.

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - Snæfell
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 12. janúar
  • Tími: 19:15