Nágrannaslagur í Boganum - Fjölmennum á völlinn

Stelpurnar okkar í Þór/KA eiga mikilvægan leik fyrir höndum í Bestu deildinni í fótbolta á morgun þegar nágrannar okkar í Tindastól koma í heimsókn í Bogann.

Heljarinnar dagskrá verður í kringum leikinn og ljóst að engum mun þurfa að láta sér leiðast.

- Sláarkeppni í leikhléi, keppandi sem hittir í þverslána fær ísvél frá ELKO í verðlaun.
- Andlitsmálning í Hamri fyrir leik
- Tónlistaratriði með Tinnu
- Ís í boði Kjöríss á meðan birgðir endast
- Happdrætti, allir gestir fá miða, dregið í leikhléinu, veglegir vinningar
 
Og svo auðvitað alvöru leikur og við ætlum að fylla stelpurnar okkar af jákvæðri orku.