Nýir rekstrar- og þjónustusamningar við Akureyrarbæ undirritaðir

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Nói Björnsson, formaður Þórs, handsala samninginn. Mynd: Akure…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Nói Björnsson, formaður Þórs, handsala samninginn. Mynd: Akureyrarbær.

Nói Björnsson, formaður Íþróttafélagsins Þórs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, undirrituðu í dag nýja samninga milli félagsins og Akureyrarbæjar.

Hér er um að ræða tvo samninga, annars vegar rekstrarsamning og hins vegar þjónustusamning, báða til fimm ára. Samningarnir við Þór og fleiri félög eru aðgengilegir í frétt á vef Akureyrarbæjar.

Rekstrarsamningurinn snýr að framlagi Akureyrarbæjar og hlutverki félagsins við rekstur og starfsmannahald íþróttamannvirkja sem eru að hluta eða fullu í eigu bæjarins. Þjónustu samningurinn varðar faglegt starf félagsins og reiknast framlag bæjarins út frá iðkendafjölda.