Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Kalt&Gott mótaröð Píludeildar Þórs - úrslitin ráðast!
Fimmtudagskvöldið 4.des - keppni hefst kl 19:00!
Eftir frábær 6 undankvöld er komið að úrslitakvöldinu. Efstu 16 karlar á stigalistanum keppa um sigur í A-keppni, þeir karlar sem enduðu í 17.-32. sæti keppa um forsetabikarinn og efstu 8 konurnar etja kappi um sigur í kvennadeild. Nú er allt undir, um er að ræða beinan útslátt og útlit fyrir mikla spennu í keppni!
Keppni hefst kl 19:00 og fyrirkomulagið verður eftirfarandi:
A-keppni (karlar)
– 16 manna úrslit: Bo7
– 8 manna úrslit og undanúrslit: Bo9
– Úrslit: Bo11
Forsetabikar (karlar)
– 16 manna úrslit, 8 manna úrslit og undanúrslit: Bo7
– Úrslit: Bo9
Kvennadeild
– 8 manna úrslit og undanúrslit: Bo7
– Úrslit: Bo9
Aðstaða píludeildar Þórs opnar kl 18:00 í kvöld og verða léttar veitingar veittar áður en keppni hefst fyrir keppendur. Stjórn Píludeildar Þórs vill þakka öllum keppendum sem tóku þátt í mótaröðinni en hún er sú fjölmennasta frá upphafi. Rúmlega 60 keppendur tóku þátt í mótaröðinni!
Hér fyrir neðan má sjá fyrirkomulag og tímasetningar leikja fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja við í aðstöðu píludeildar Þórs í kvöld!


