Sex leikmenn Þórs/KA boðaðar í yngri landsliðs verkefni

Jakobína í treyju númer 3 og Ísfold Marý númer 14. Mynd af vef KSÍ.
Jakobína í treyju númer 3 og Ísfold Marý númer 14. Mynd af vef KSÍ.

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp fyrir milliriðla undankeppni EM 2023.

Ísland er þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu, en leikið er í Danmörku dagana 5.-11. apríl.

Þær Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Mary Sigtryggsdóttir úr Þór/KA eru á sínum stað í íslenska hópnum.

Landsliðsæfingar hjá yngri liðum

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp til æfinga dagana 27.-29. mars.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ, en þær eru liður í undirbúningi liðsins fyrir UEFA Development Tournament í Wales 10.-16. apríl.

Í hópnum eru þær Karlotta Björk Andradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Rebekka Sunna Brynjarsdóttir úr Þór/KA.

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 27.-29. mars.

Í hópnum er Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir úr Þór/KA.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum.