Stóðu í Íslandsmeisturunum, en dugði ekki til

KA/Þór tapaði með þriggja marka mun fyrir Íslandsmeisturum fram í síðasta heimaleik deildarkeppninnar.

Gestirnir höfðu forystuna lengst af, náðu aldrei að slíta sig langt frá KA/Þór. Munurinn var lengst af 1-3 mörk, en gestirnir náðu fjögurra marka forystu rétt fyrir leikhlé, staðan 12-16 eftir fyrri hálfleikinn. Þegar leið á seinni hálfleikinn náði Fram fimm marka forystu, en KA/Þór minnkaði muninn niður í eitt mark, 25-26, en náðu ekki að fylgja því eftir alla leið á lokamínútunum og Fram skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Úrslitin 25-28.

Þetta var síðasti heimaleikurinn hjá KA/Þór áður en kemur að úrslitakeppninni, en lokaleikurinn í deildinni er útileikur gegn Val laugardaginn 1. apríl kl. 16.

Tölfræðin

KA/Þór
Mörk: Natalia Soares 10, Rut Jónsdóttir 7, Ida Hoberg 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11 (28,2%)
Brottvísanir: 4 mínútur

Fram
Mörk: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11 (30,6%)
Brottvísanir: 4 mínútur

Ítarlegri tölfræði á Hbstatz.is.