Þór í Bestu deildina 2026

Mynd - Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net
Mynd - Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net

Okkar menn í fótboltanum tryggðu sér deildarmeistaratitil í Lengjudeildinni í fótbolta í gær með 1-2 útisigri á Þrótti í hreinum úrslitaleik.

Sigfús Fannar Gunnarsson og Ingimar Arnar Kristjánsson sáu um markaskorun í leiknum sem var vel sóttur af áhorfendum en 2642 áhorfendur mættu á leikinn og voru stuðningsmenn Þórs afar fyrirferðamiklir í stúkunni.

Frábært sumar að baki hjá Þórsliðinu sem vann sér þar með keppnisrétt meðal þeirra bestu á næsta leiktímabili en Þór lék síðast í efstu deild sumarið 2014.

Nánar verður fjallað um sumarið hjá strákunum á heimasíðunni á næstu dögum.

Við óskum liðinu til hamingju með árangurinn.