Þór tekur á móti Ármanni

Þór tekur á móti Ármanni

Íþróttahöllin 10. mars klukkan 19:15

Á morgun, föstudag tekur Þór á móti Ármanni í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Nú er heldur farið að styttast í annan endann á deildarkeppninni en Þór á aðeins þrjá leiki eftir og þar af eru tveir á heimavelli. Gestir Þórs að þessu sinni er lið Ármanns sem er þegar liðin mætast í sjöunda sætinu með 20 stig en Þór í neðsta sætinu með tvö stig.

Þór á svo útileik gegn Fjölni að viku liðinni en lokaleikur liðsins verður föstudaginn 24. mars en þá tekur Þór á móti Hrunamönnum.

Þrátt fyrir erfitt gengi okkar manna í vetur hafa stuðningsmenn liðsins verið tryggir liði sínu og stutt hressilega við bakið á strákunum okkar. Það kunna leikmenn liðsins að meta og í síðustu leikjum hefur liðinu vaxið fiskur um hrygg og leikur liðsins tekið miklum framförum.

Því er það trú okkar og von að dyggir stuðningsmenn Þórs láti sig ekki vanta á leikinn á morgun og hvetji liðið okkar allt til enda. Hin magnaða stemnning sem gjarnan hefur verið á leikjum er ekki bara liðinu nauðsýnleg heldur heldur einnig verið yngri iðkenndum hvatning. Þannig hefur það haft þau áhrif að yngri flokka starfið dafnar sem aldrei fyrr.

Miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Stuðningsmenn fjölmennum á leikinn og styðjum Þór til sigurs.

Körfubolti er skemmtileg íþrótt: Áfram Þór alltaf, alls staðar

Staðan í 1. deild