Þrír Þórsarar framlengja samninga sína

Þrír leikmenn hafa framlengt samning sinn við knattspyrndeild Þór.
 
Ragnar Óli Ragnarsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2028.
 
Ragnar Óli lék 21 leik í Lengjudeildinni í sumar og hefur þessi 22 ára gamli varnarmaður leikið alls 108 leiki í meistaraflokki fyrir Þór eftir að hafa farið upp í gegnum yngri flokka Þórs.
 
Ýmir Már Geirsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2026.
 
Ýmir lék 19 leiki í Lengjudeildinni í sumar og hefur hann nú leikið alls 55 leiki í meistaraflokki fyrir Þór en hann hefur einnig leikið með Magna, KA og Dalvík/Reyni á meistaraflokksferli sínum.
 
Sigfús Fannar Gunnarsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2028.
 
Sigfús Fannar lék 21 leik í Lengjudeildinni í sumar og var bæði markahæsti og besti leikmaður deildarinnar þar sem hann skoraði 15 mörk.
 
Alls hefur Sigfús spilað 82 leiki fyrir Þór í meistaraflokki en þessi 23 ára gamli sóknarmaður fór upp í gegnum alla yngri flokka Þórs og hefur einnig leikið eitt tímabil með Dalvík/Reyni í meistaraflokki.