Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, er íþróttamaður ársins 2025. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður í Magdeburg, varð annar og Þórsarinn Tryggvi Snær Hlinason, varð í þriðja sæti í kjörinu að þessu sinni. Tryggvi, sem var nú í þriðja skipti á meðal 10 efstu í kjörinu, hafði áður lent í 9. og 10. sæti.
Þetta var í 70. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins en valið var kunngjört í Hörpu í Reykjavík við hátíðlega athöfn.
Tryggvi átti afar gott ár með liði sínu, Bilbao sem varð Evrópumeistari.
Tryggvi tók við hlutverki fyrirliða hjá spænska úrvalsdeildarliðinu Bilbao fyrr í vetur og hefur svo sannarlega fest sig í sessi í Baskalandi en Tryggvi hefur einnig leikið með Valencia, Zaragoza og Obradoiro á Spáni eftir að hann yfirgaf Þorpið sumarið 2017.
Tryggvi var útnefndur Íþróttamaður Þórs þrjú ár í röð (2015, 2016, 2017) áður en hann hélt til Spánar.