Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
U17 landslið Íslands í fótbolta vann 1-0 sigur á Portúgal í seinni leik liðsins á æfingamóti í Portúgal í dag. Fulltrúi Þór/KA í íslenska hópnum var Bríet Fjóla Bjarnadóttir og var hún í byrjunarliðinu og lék fyrstu 80 mínútur leiksins.
Íslenska liðið vann því báða leiki sína á mótinu, en það vann 4-1 sigur gegn Wales á laugardag.
Í þeim leik hóf Bríet leik á bekknum en kom inná á 78.mínútu og skoraði fjórða mark Íslands.
Bríet hefur þar með leikið 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands (U15, U16 og U17) og skorað í þeim þrjú mörk.