Velkomin á 73. Goðamót Þórs

Knattspyrnudeild Þórs stendur núna um helgina fyrir Goðamóti í 5. flokki kvenna og er þetta 73. Goðamótið frá upphafi.

Að þessu sinni munu 33 lið frá 11 félögum mætast í fimm styrkleikaflokkum. Keppni hefst kl. 15 á morgun, föstudag, og stendur til 20:30. Síðan verður haldið áfram á laugardag frá kl. 9 til 16:30, en eftir að keppni laugardagsins lýkur tekur við leikur í Lengjubikar kvenna þar sem Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals kl. 17. Áfram verður svo leikið í Goðamótinu á sunnudag frá kl. 9 til 14:30, en þá taka við leikir í fyrstu umferð Íslandsmóts hjá 2. flokki karla og 3. flokki kvenna. Alls eru um 270 þátttakendur skráðir til leiks í Goðamótinu um helgina..

Upplýsingar um mótin má finna á godamot.weebly.com. Upplýsingar um mótið um helgina má finna á godamot.weebly.com/5fl-kvk. Upplýsingar má einnig finna á Facebook-síðu Goðamótanna.