Woo jafnaði í blálokin

Þór og Grindavík skildu jöfn eftir að Jewook Woo jafnaði leikinn á 94 mínútu með frábæru marki er hann tók boltann framhjá varnarmanni Grindvíkinga á vítateigslínunni og þrumaði honum með vinstri fæti niðri í hægra hornið, óverjandi fyrir markvörð Grindavíkur.

Stærsta handboltamót seinni ára á Akureyri

Eitt stærsta handboltamót sem haldið hefur verið á Akureyri fer fram um helgina. Hvorki fleiri né færri en rúmmlega 700 iðkendur frá 30 félögum mæta til leiks. Það eru unglingaráð handknattleiksdeilda Þórs og KA sem halda mótið sameiginlega en um er að ræða mót í 6.flokki karla og kvenna eldra og yngra ár. Mótið fer fram í nánast öllum íþróttahúsum bæjarins sem geta hýst handboltavöll í sæmilegri stærð og hvetjum við áhugasama að kíkka við um helgina og sjá framtíðar leikmenn Íslands í handbolta leika listir sínar.

Breyttur leiktími í kvöld. Leikurinn hefst 19.15

Leikur Þórs og Grindavíkur í Lengjudeild karla hefst kl.19.15 en ekki 18.00. Er það vegna seinkunar á flugi Grindvíkinga.

10. flokkur karla og stúlknaflokkur deildarmeistarar tímabilið 2021-2022

Dagana 11.-16. maí fóru fram úrslitaleikir í öllum deildarkeppnum yngri flokka í Körfubolta þar sem Þórsarar áttu fjögur lið.

Skráning í leikjaskóla Þórs 2022 er hafin!

Eins og mörg undanfarin ár mun Íþróttafélagið Þór starfrækja Íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn á grunnskólaaldri og eru þau sem hefja skólagöngu í haust gjaldgeng. Markmið skólans er að bjóða upp á fjölþætta íþrótta- og tómstundaiðkun til að efla líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska barnanna, auk þess að auka áhuga barna á útivist og íþróttum.

Selfoss fór með þrjú stig heim á laugardag

Selfyssingar fóru heim í dag (laugardag) með öll þrjú stigin úr jafnri viðureign við Þór/KA í Bestu deildinni þar sem úrslitin réðust á vafasömum vítaspyrnudómi. Þegar á heildina er litið má kannski rökstyðja að leikurinn hafi verið bragðdaufur fyrir áhorfendur. Kannski var hann meira eins og skák þar sem þjálfarar liðanna reyndu að stýra sínum mönnum, vera ofan á í taktíkinni og berjast um stöður á vellinum, en þegar upp var staðið var ekki mikið um færi sem hefðu átt eða gátu gefið mörk.

KA/ÞÓR mætir Val í þriðja leiknum í kvöld

KA/ÞÓR heldur í dag suður yfir heiðar og mætir Val í þriðja undanúrslitaleik liðanna um laust sæti í úrslitaseríunni um Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Staðan í einvíginu er 1-1.

Stevce í skemmtilegu viðtali

Skemmtilegt viðtal við Stevce á www.akureyri.net

Stevce, Viðar og Kristján Páll fara til Serbíu í sumar

Stevce Alusovski, þjálfari handboltaliðs Þórs, fer ásamt þjálfarateymi úr yngri flokkum félagsins og tveimur leikmönnum meistarflokks, til Serbíu í júní þar sem hópurinn verður í viku í æfingabúðum – handboltaakakademíu, fyrir unga leikmenn og þjálfara.

Sagan lifnar við í söguganginum í Bogann

Saga Þórs er rík af allskonar sögum og myndum og nú ágæti Þórsari getur þú virt fyrir þér töluverðan hluta hennar í ganginum milli Hamars og Bogans. Nokkrir meðlimir úr hóp eldri Þórsara sem kallar sig ,,Grobbararnir" kláruðu nýverið að setja upp ágrip og myndir úr sögu Þórs á ganginn. Skemmtilegt framtak hjá frábærum mönnum!