Arnór Bjarki valinn í hæfileikamótun dómara

Laugardaginn 13. janúar síðastliðinn hófst hæfileikamótun dómara hjá KSÍ.

Valdir hafa verið 8 efnilegir dómarar á aldrinum 16-21 árs og í þeim hópi er Þórsarinn Arnór Bjarki Hjaltalín.

Dómararnir sem valdir hafa verið fá bæði verklega og skriflega kennslu í dómgæslu og mun hæfileikamótunin standa til 17.mars. Kennarar á námskeiðinu koma úr hópi FIFA dómara sem og efstu deildar dómara ásamt þrekþjálfara KSÍ dómara.

Tilgangurinn er að grípa unga og efnilega dómara og fræða þá um allar hliðar dómarastarfsins og þannig að undirbúa þá sem best fyrir það sem koma skal.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Arnór Bjarki dæmdi fjölda leikja hjá yngri flokkum Þórs á Íslandsmótinu síðasta sumar og dæmdi einnig þónokkra leiki í Íslandsmótum meistaraflokka þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall en Arnór er fæddur árið 2006 og fór upp í gegnum yngri flokka Þórs í fótbolta.

Óskum Arnóri til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.