Aron, Ingimar og Ragnar Óli framlengja

Mynd - Akureyri.net
Mynd - Akureyri.net

Enn berast gleðitíðindi úr fótboltanum þar sem þrír leikmenn Þórs hafa skrifað undir nýja samninga við knattspyrnudeild.

Það eru þeir Aron Ingi Magnússon, Ingimar Arnar Kristjánsson og Ragnar Óli Ragnarsson sem allir léku stórt hlutverk í Þórsliðinu síðasta sumar og hafa öðlast töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Allir gera þeir samning sem gildir út keppnistímabilið 2026.

Aron Ingi Magnússon (f.2004) - Aron Ingi hefur leikið 51 leik fyrir meistaraflokk Þórs en hann var að ganga upp úr 2.flokki nú í haust. Aron hefur skorað átta mörk í meistaraflokki, sjö þeirra á síðustu leiktíð. Aron fór upp í gegnum alla yngri flokka Þórs og var lánaður til Ítalíu þar sem hann lék með unglingaliði Venezia leiktíðina 22/23. Aron hefur leikið 4 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands.

Ragnar Óli Ragnarsson (f.2003) - Ragnar Óli hefur leikið 49 leiki fyrir meistaraflokk Þórs og skorað í þeim eitt mark. Ragnar fór upp í gegnum alla yngri flokka Þórs og var fyrirliði 2.flokks sumarið 2022. 

Ingimar Arnar Kristjánsson (f. 2005) - Ingimar Arnar hefur leikið 32 leiki fyrir meistaraflokk Þórs og skorað þrjú mörk en hann er enn gjaldgengur í 2.flokk. Ásamt því að spila mikið með meistaraflokki síðasta sumar var Ingimar meðal markahæstu leikmanna landsins í 2.flokki þar sem hann skoraði 21 mark í 16 leikjum.