Knattspyrna: Bikarleikur Þórs og KFA í Boganum í dag

Eftir æfinga- og undirbúningsmót og langt undirbúningstímabil má segja að keppnistímabilið hjá karlaliði Þórs í knattspyrnu hefjist í dag þegar Þórsarar taka á móti Austfirðingum í liði KFA í 2. umferð Mjólkurbikarkeppninnar. 

Bæði liðin koma inn í bikarkeppnina í 2. umferð, eða 64ra liða úrslit. Þór og KFA hafa ekki mæst áður í mótsleik enda KFA sem slíkt ungt félag þó það byggi á gömlum grunni rótgróinna félaga á Austfjörðum. KFA mætti 2. flokki Þórs (Þór2) í Kjarnafæðimótinu í vetur og þar höfðu Þórsarar betur, 3-2. 

Þórsliðið vann sinn riðil í Kjarnafæðimótinu með fullu húsi, en tapaði úrslitaleiknum eftir vítaspyrnukeppni. KFA endaði í 3. sæti A-riðils í mótinu, vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur. Þórsarar unnu sinn riðil í Lengjubikarnum, unnu fjóra leiki og gerðu eitt jafntefli, en töpuðu í undanúrslitum. KFA lék í B-deild Lengjubikarsins þar sem liðið vann sinn riðil, vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli og er því komið í undanúrslit B-deildarinnar og mætir þar Haukum um næstu helgi. 

Fyrir þá sem ekki komast í Bogann verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér.