Knattspyrna: Lengjubikarinn á næsta leiti

Lið Þórs og Þórs/KA hefja eftir örfáa daga keppni í Lengjubikarnum. Bæði lið byrja á útileik næstkomandi laugardag. Bæði lið eiga þrjá heimaleiki og tvo útileiki í riðlakeppninni. 

Í A-deild kvenna eru 12 lið sem skipt er í tvo riðla. Tvö efstu liðin fara í undanúrslit.

Leikjadagskrá Þórs/KA

  • Laugardagur 10. febrúar kl. 15:30, Akraneshöllin (athugið breyttan leiktíma)
    ÍBV - Þór/KA
  • Föstudagur 16. febrúar kl. 17:15, Boginn (athugið breyttan leikdag)
    Þór/KA - Víkingur
  • Laugardagur 2. mars kl. 17, Boginn
    Þór/KA - Þróttur
  • Laugardagur 9. mars kl. 15, Skessan
    FH - Þór/KA
  • Laugardagur 16. mars kl. 15, Boginn
    Þór/KA - Stjarnan

Undanúrslit A-deildar kvenna eru á dagskrá laugardaginn 23. mars og úrslitaleikur miðvikudaginn 27. mars. 

Í A-deild karla eru 24 lið sem skipt er í fjóra riðla. Efsta lið í hverjum riðli fer í undanúrslit.

Leikjadagskrá Þórs

  • Laugardagur 10. febrúar kl. 15, OnePlus völlurinn, Álftanesi
    Njarðvík - Þór
  • Sunnudagur 18. febrúar kl. 15, Boginn
    Þór - Stjarnan
  • Laugardagur 24. febrúar kl. 15, Kórinn
    HK - Þór
  • Laugardagur 2. mars kl. 15, Boginn
    Þór - KR
  • Sunnudagur 10. mars kl. 16:30, Boginn
    Þór - Fjölnir

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla fara fram miðvikudaginn 13. mars og úrslitaleikur sunnudaginn 17. mars.