Knattspyrna: Markaveisla í Boganum, Þórsarar með fullt hús

Nikola Kristinn Stojanovic, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Hermann Helgi Rúnarsson að loknum stór…
Nikola Kristinn Stojanovic, Fannar Daði Malmquist Gíslason og Hermann Helgi Rúnarsson að loknum stórsigri á Húsvíkingum. Mynd: Þór fótbolti.

Þór vann Völsung í lokaleik liðsins í B-riðli A-deildar Kjarnafæðismótsins í kvöld. Boðið var upp á markaveislu, alls 13 mörk og 11-2 sigur niðurstaðan.

Það bar helst til tíðinda í fyrri hálfleiknum að Þórsarar skoruðu fjögur mörk á um sex mínútna kafla, eftir að þeir komust í 1-0 á 10. mínútu og staðan orðin 5-0 eftir um 18 mínútna leik. Níu mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum og staðan 8-1, en heldur rólegra í þeim seinni þegar Þórsarar bættu við þremur mörkum og Húsvíkingar einu. Einar Ísfjörð Sigurpálsson, markvörður Völsungs, varði síðan vítaspyrnu eftir að staðan var orðin 11-2.

Með sigrinum lýkur Þórsliðið keppni í riðlinum með fullu húsi stiga og markatöluna 22-2. Mörkin tvö sem Húsvíkingar skoruðu voru þau fyrstu sem liðið fær á sig í mótinu.

Þór - Völsungur 11-2 (8-1)

Mörkin:

  • 1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (10')
  • 2-0 Vilhelm Ottó Biering Ottósson (13')
  • 3-0 Sigfús Fannar Gunnarsson (15')
  • 4-0 Ýmir Már Geirsson (18')
  • 5-0 Sigfús Fannar Gunnarsson (18')
  • 6-0 Kristófer Kristjánsson (24')
  • 7-0 Ingimar Arnar Kristjánsson (31')
  • 7-1 Jakob Héðinn Róbertsson (38')
  • 8-1 Kristófer Kristjánsson (44')
    - - -
  • 8-2 Jakob Gunnar Sigurðsson (48')
  • 9-2 Hermann Helgi Rúnarsson (54')
  • 10-2 Ingimar Arnar Kristjánsson (62')
  • 11-2 Nikola Kristinn Stojanovic (63')

Umfjöllun um leikinn má einnig finna á vef Knattspyrnudómarafélags Norðurlands - sjá hér.


Þór og Völsungur ganga til leiks. Mynd: KDN.