Knattspyrna: Tap í vítaspyrnukeppni og Þór2 í 4. sæti

Leikur Þórs2 og KA2 um 3. sætið í A-deild karla í Kjarnafæðimótinu fór í vítaspyrnukeppni þar sem KA2 hafði betur.

Þórsarar komust í 3-1, en staðan 3-2 eftir fyrri hálfleikinn. KA jafnaði leikinn í seinni hálfleiknum og lokatölur 3-3. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem KA skoraði úr fjórum spyrnum, en Þór úr þremur. 

Þór2 - KA2 3-3 (3-2) - 6-7 eftir vítaspyrnukeppni

  • 0-1 Sindri Sigurðsson (10').
  • 1-1 Haukur Leo Þórðarson (23').
  • 2-1 Sverrir Páll Ingason (30')
  • 3-1 Atli Þór Sindrason (35')
  • 3-2 Sjálfsmark (38')
  • 3-3 Breki Hólm Baldursson (61')