Knattspyrna: Þór2 og Þór/KA með sigra í gær

Okkar lið unnu leiki sína í Kjarnafæðimótinu í gær. Þór2 vann KFA og Þór/KA vann Völsung. 

Þór2 - KFA 3-2 (2-0)

  • 1-0 Sverrir Páll Ingason (32').
  • 2-0 Kristinn Bjarni Andrason (43')
  • 2-1 Marteinn Már Sverrisson (47')
  • 3-1 Kristinn Bjarni Andrason (76')
  • 3-2 Daníel Michal Grzegorzsson (87')

Þetta var lokaleikur liðsins í A-riðli. Liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur og er því með sex stig, jafn mörg og K.A. sem á eftir að leika tvo leiki. Magni er í 3. sæti riðilsins með fjögur stig og á eftir að mæta K.A. KHT er með þrjú stig og á eftir að mæta KFA, sem eru með eitt stig og eiga eftir að mæta K.A. og KHT.

Þór/KA mætti liði Völsungs í kvennadeild mótsins síðdegis í gær. Lið Völsungs var raunar að hálfu skipað leikmönnum úr Þór/KA.

Völsungur - Þór/KA 0-6 (0-5)

  • 0-1 Sandra María Jessen (3')
  • 0-2 Amalía Árnadóttir (6')
  • 0-3 Hulda Ósk Jónsdóttir (16')
  • 0-4 Sandra María Jessen (32')
  • 0-5 Amalía Árnadóttir (34')
  • 0-6 Una Móeiður Hlynsdóttir (83')

Þór/KA hefur spilað tvo leiki og unnið þá báða og er með sex stig, eins og lið Tindastóls að loknum þremur leikjum.