Knattspyrna: Þór/KA með stórsigur á Víkingum

Þór/KA vann öruggan sigur á liði Víkings í 2. umferð riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Fimm mörk, fimm sem skoruðu.

Hulda Björg Hannesdóttir náði forystunni fyrir Þór/KA á 13. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Annað markið lét bíða eftir sér þar til um hálftími var eftir, en þá kom Amalía Árnadóttir Þór/KA í 2-0. Sandra María Jessen, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir settu svo punktinn yfir i-ið með mörkum á um fimm mínútna kafla þegar stutt var eftir af leiknum og niðurstaðan 5-0 sigur.

Þór/KA - Víkingur 5-0 (1-0)

  • 1-0 Hulda Björg Hannesdóttir (13')
  • 2-0 Amalía Árnadóttir (57')
  • 3-0 Sandra María Jessen (83')
  • 4-0 Iðunn Rán Gunnarsdóttir (86')
  • 5-0 Sonja Björg Sigurðardóttir (88')

  • Leikskýrslan (ksi.is)
  • Mótið (ksi.is)

Þór/KA er þar með á toppi riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 12-0. Næsti leikur liðsins er einnig heimaleikur, þegar Þróttarar koma í heimsókn í Bogann.

Næst

  • Mót: Lengjubikar, A-deild, riðill 2
  • Leikur: Þór/KA - Þróttur
  • Staður: Boginn
  • Dagur: Laugardagur 2. mars
  • Tími: 17:00
  •