Knattspyrna: Þórsarar tvisvar Íslandsmeistarar karla innanhúss

Fréttaritari gerði þau mistök í gær að birta frétt þar sem því var haldið fram að rafíþróttalið Þórs sem varð Íslandsmeistari í Counter Strike í Ljósleiðaradeildinni um helgina væri fyrsta karlalið félagsins í meistaraflokki sem ynni Íslandsmeistaratitil. Hið rétta er að þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill karlaliðs frá Þór í meistaraflokki. Sagan geymir tvo Íslandsmeistaratitla í innanhússknattspyrnu karla.

Hinn fróði fréttaritari Skapti Hallgrímsson vandaði heimildavinnuna betur en sá sem skrifar fyrir heimasíðu Þórs og benti á að tvívegis hefðu Þórsarar orðið Íslandsmeistarar karla í innanhússknattspyrnu, árin 1993 og 2001. Þessar upplýsingar er að sjálfsögðu að finna á vef Knattspyrnusambands Íslands og í fjölmiðlum frá þessum árum. Í tilefni af titli rafíþróttaliðsins er hér örstutt upprifjun og myndir af þessum liðum, ásamt nöfnum þeirra sem unnu þessa titla fyrir félagið. Tveir kappar unnu báða þessa titla sem leikmenn, Hlynur Birgisson og Páll Viðar Gíslason.

Hér til að mynda frétt Morgunblaðsins frá 19. janúar 1993.

Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Ragnar B. Ragnarssson stjórnarmaður, Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar, Oddur Óskarsson liðsstjóri með son sinn Davíð (núverandi formann píludeildar Þórs), Lárus Orri Sigurðsson, Þórir Áskelsson, Örn Viðar Arnarson, Páll Viðar Gíslason, Hlynur Birgisson, Lárus Sigurðsson, Sigurður Lárusson þjálfari og Rúnar Steingrímsson stjórnarmaður.
Fremri röð frá vinstri: Júlíus Tryggvason, Gísli Gunnarsson, Birgir Þór Karlsson, Sveinn Pálsson, Kristján Örn, sonur Sigurðar þjálfara, og Sveinbjörn Hákonarson. Stefán sonur Sveinbjörns er fyrir framan, við bikarinn.

Leikmenn Þórs sem urðu Íslandsmeistarar 1993, undir stjórn Sigurðar Lárussonar þjálfara:

  • Birgir Þór Karlsson
  • Gísli Gunnarsson
  • Hlynur Birgisson
  • Júlíus Tryggvason
  • Lárus Sigurðsson
  • Lárus Orri Sigurðsson
  • Páll Viðar Gíslason
  • Sveinbjörn Hákonarson
  • Sveinn Pálsson
  • Þórir Áskelsson
  • Örn Viðar Arnarson

Hér er frétt í Degi 16. janúar 2001

Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Sigurður Hjartarson liðsstjóri, Hlynur Birgisson, Óðinn Árnason, Örlygur Helgason, Jóhann Þórhallsson, Þórður Halldórsson, Orri Hjaltalín, Siguróli Kristjánsson og Kristján Guðmundsson þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Hörður Rúnarsson, Atli Már Rúnarsson, Hlynur Eiríksson, Andri Hjörvar Albertsson og Páll Viðar Gíslason.

Leikmenn sem urðu Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu 2001, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar þjálfara:

  • Andri Albertsson
  • Atli Már Rúnarsson
  • Hlynur Birgisson
  • Hlynur Eiríksson
  • Hörður Rúnarsson
  • Jóhann Þórhallsson
  • Orri Hjaltalín
  • Óðinn Árnason
  • Páll Viðar Gíslason
  • Þórður Halldórsson
  • Örlygur Helgason