Á sigurbraut í jólafrí

Þór 5-2 KF
0-1 Rúnar Freyr Egilsson
1-1 Valdimar Daði Sævarsson
2-1 Hermann Helgi Rúnarsson
2-2 Atli Snær Stefánsson
3-2 Bjarni Guðjón Brynjólfsson
4-2 Alexander Már Þorláksson
5-2 Ingimar Arnar Kristjánsson

Þórsarar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Kjarnafæðimótinu í fótbolta eftir öruggan sigur á KF í Boganum í gær.

Gestirnir úr Fjallabyggð náðu hins vegar forystunni í upphafi leiks þegar Rúnar Freyr Egilsson, nýkominn til KF eftir að hafa farið upp í gegnum yngri flokka Þórs, skoraði. Héldu gestirnir forystunni fyrsta hálftíma leiksins en þá fór að færast líf í sóknarleik Þórs.

Valdimar Daði jafnaði metin með skoti rétt innan vítateigs og skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir Þór. Hermann Helgi náði svo forystunni með góðu skoti utan vítateigs áður en gestirnir jöfnuðu. Bjarni Guðjón sá til þess að okkar menn færu með forystu í leikhléið.

Alexander Már jók á forystuna og Ingimar Arnar gerði það sem reyndist síðasta mark leiksins með frábæru skoti úr vítateignum. Lokatölur 5-2 fyrir Þór.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum

Næsti leikur Þórsliðsins í Kjarnafæðimótinu er þann 15.janúar næstkomandi gegn KFA.

Byrjunarlið Þórs í 5-2 sigri á KF