Æfingatafla vetrarins tilbúin

Vetraræfingatafla yngri flokka Þórs í fótbolta fyrir komandi vetur er tilbúin og aðgengileg á heimasíðu félagsins eða með því að smella hér.

Vetraræfingatafla 2023/2024.

 
Líkt og undanfarin ár fara fótboltaæfingar yngri flokka fram í Boganum og gervigrasvellinum á KA-svæðinu auk þess sem íþróttahúsið við Oddeyrarskóla verður einnig nýtt fyrir æfingar yngstu iðkenda. Styrktaræfingar fara fram í Baldvinsstofu, styrktarsal félagsins í Hamri.

Vetraræfingataflan tekur gildi 16.október næstkomandi en æfingar eru nú í gangi samkvæmt hausttöflu til 30.september. 1.-15.október verða yngri flokkar Þórs í fríi frá æfingum.

Með því að smella hér færðu upplýsingar um skráningu og hvernig gera skal grein fyrir æfingagjöldum. Mjög mikilvægt er að ganga frá skráningu sem fyrst.

Allan ársins hring er tekið vel á móti nýjum iðkendum og er alltaf hægt að koma og prófa fótbolta í 2 vikur áður en tekin er ákvörðun um bindandi skráningu.