Egill og Pétur með U17 til Írlands

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Írlandi dagana 9. – 18. október næstkomandi. Hópurinn mun æfa 6.-8. október í Miðgarði, Garðabæ áður en haldið verður út til Írlands.

Um er að ræða 20 manna hóp og í honum eru tveir Þórsarar; þeir Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Egill (f. 2008) og Pétur (f. 2007) eru báðir í 3.flokki en hafa leikið með 2.flokki í allt sumar og lýkur tímabilinu hjá 2.flokki næstkomandi sunnudag, 1.október, þegar Þór tekur á móti KFA/Sindra í Boganum klukkan 14:00.

Óskum drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.