Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Árgjald Íþróttafélagsins Þórs fyrir árið 2023 er 5.000 krónur. Innheimta hefst í gegnum heimabanka á næstunni. Fólk sem telur sig vera með félagsaðild en fær ekki greiðsluseðil í heimabanka er beðið um að snúa sér til framkvæmdastjóra - reimar@thorsport - sími 461 2080. Sama á við um fólk sem hefur áhuga á að ganga í félagið.
Halló, Þórsarar!
Nú er komið að því að greiða árgjaldið. Á næstu dögum mun detta inn á heimabankann hjá okkur greiðsluseðill fyrir árgjaldi félagsins. Það skiptir félagið okkar gríðarlega miklu máli að félagsgjaldið sé greitt. Framundan eru ennþá frekari breytingar fyrirhugaðar í Hamri og treystum við mikið á innheimtu árgjaldsins í því samhengi.
Aðalstjórnin er með hugmyndir um að setja nýjar merkingar innanhúss og að utan. Vonandi sjáum við það gerast fljótlega á nýju ári. Almennt viðhald á aðstöðunni okkar allri er einnig tekið af þessu framlagi félagsmanna.
Það er mikið líf í félaginu okkar núna, mikið af jákvæðu og kraftmiklu fólki í starfinu. Nýtum meðbyrinn til að gera gott starf enn betra.
Greiðum árgjaldið sem fyrst.
Bestu kveðjur,
Nói Björnsson formaður Þórs