Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp fyrir leiki í milliriðli EM í Póllandi dagana 17.-26. mars næstkomandi.
Ísland mætir þar Póllandi, Belgíu og Írlandi.
Í hópnum eru fimm uppaldi Þórsarar; þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason en Egill og Sigurður eru nú á mála hjá danska meistaraliðinu Midtjylland.
Smelltu hér til skoða hópinn í heild sinni.
Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Albaníu. Neðsta lið riðilsins fellur í B deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.
Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.