Handboltamót 8.flokks Þórs og KA

Sunnudaginn 27.nóvember síðastliðinn var æfingamót fyrir 8.flokk Þórs og KA. Það voru þjáfarar KA sem skipulögðu mótið og sáu um uppsetningu. Keppt var í KA heimilinu. Fengu þjálfarar 8.flokks Þórs, Jón Ólafur og Jonn Rói þá Dag Guðnason 3.flokki, Stefán Andra 4. flokki og Ármann 4.flokki sér til aðstoðar. Þór mætti með 5 lið. Tvö þeirra voru drengja lið og 3 þeirra stúlkna lið. Mót af þessu tagi er fyrst og fremst til að hafa gaman, æfa yngstu iðkenndurna í því að spila á móti alvöru andstæðingum, kennsla í að nýta völlinn, skjóta á markið og æfa allt það sem þjálfarar hafa kennt það sem af er önninni. Keppt var á þrem völlum í einu og var KA-heimilið fullt af áhorfendum. Þjálfarar skipta miklu máli þegar mót sem þetta eru sett upp. Þeir nota tækifærið og segja iðkendum til og leiðbeina, hvetja og hrósa. Það er ekki annað hægt að segja en að mótið hafi heppnast vel í alla staði. Meðfylgjandi í tengli hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá mótinu enn vegna óviðráðanlegra orsaka náðst eingöngu að mynda seinnihluta mótsins.
Handboltamót 28.11 2022