Handbolti: Fullorðinsliðin öll með sigra – óbreytt staða

Þór vann ungmennalið Víkings í lokaumferð Grill 66 deildar karla í handbolta í gær. Hin þrjú fullorðinsliðin unnu einnig sína leiki. Þórsarar mæta Ísfirðingum í undanúrslitum deildarinnar.

Leikurinn var nokkuð jafn og ungmennin í Víkingi með eins marks forystu þegar ekki var langt eftir af leiknum, 31-30, en Þórsarar skoruðu fimm síðustu mörkin og unnu fjögurra marka sigur. 

Víkingur u - Þór 31-35 (14-16)

Mörk: Aron Hólm Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Sigurður Ringsted Sigurðsson 5, Þormar Sigurðsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1.
Varin skot: Tómas Ingi Gunnarsson 13 (29,5%).
Refsimínútur: 2.

Þórsarar enda í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, en þar fyrir ofan eru Hörður með 24, Fjölnir 25 og ÍR 26. ÍR-ingar fara beint upp í Olísdeildina en hin þjrú liðin leika um hitt lausa sætið. Fjölnir situr hjá í undanúrslitum á meðan Hörður og Þór mætast, en sigurliðið úr þeirri viðureign mætir svo Fjölni. Þar sem Hörður lýkur keppni ofar en Þór eiga Ísfirðingar heimavallarréttinn.

Samkvæmt keppnisdagatali HSÍ eiga leikir Þórs og Harðar að fara fram 9., 12. og 15. apríl (óstaðfest), sem þýðir að heimaleikur Þórs ætti að vera föstudaginn 12. apríl.