Handbolti: KA/Þór heldur í vonina

KA/Þór vann Aftureldingu í næstsíðustu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. Enn er því von að komast úr fallsætinu, einn leikur eftir og KA/Þór stigi á eftir Aftureldingu.

Gestirnir höfðu frumkvæðið í upphafi, en KA/Þór náði forystunni um miðjan fyrri hálfleik. Leikurinn var áfram í járnum vel inn í seinni hálfleikinn, KA/Þór með eins til tveggja marka forystu fyrstu tíu mínúturnar, en jók hana svo og vann að lokum öruggan átta marka sigur. Isabella Fraga skoraði flest mörk fyrir KA/Þór, átta, og Matea Lonac varði 13 skot. 

KA/Þór - Afturelding 26-18 (12-10)

KA/Þór
Mörk: Isabella Fraga 8, Nathalia Soares Baliana 5, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Rafaele Nascimento Fraga 2, Katrín Viljhjálmsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 13 - 44,8%
Refsimínútur: 6.

Afturelding
Mörk: Sylvía Björt Blöndal 4, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1, Susan Ines Gamboa 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 21 - 45,7%.
Refsimínútur: 0.

KA/Þór mætir Fram á útivelli í lokaumferðinni laugardaginn 23. mars. Sigur þá er einnig lífsnauðsynlegur eins og í dag, um leið og treysta þarf á að Afturelding tapi sínum leik.