Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Eftir góðan heimasigur gegn Aftureldingu í 6. umferð Olísdeildar kvenna um liðna helgi og sigur gegn Berserkjum í fyrstu umferð Powerade-bikarkeppninnar í vikunni er komið að erfiðara verkefni hjá stelpunum okkar í KA/Þór þegar 7. umferð Olísdeildarinnar hefst í dag. Stelpurnar fara í Úlfarsárdalinn og mæta liði Fram.
KA/Þór kom sér af botninum með sigri í síðustu umferð, er með þrjú stig og situr í 6. sæti deildarinnar, fyrir ofan Stjörnuna og Aftureldingu. Fram er í 3. sætinu eftir fjóra sigra og tvö töp.