Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
KA/Þór tekur á móti liði Aftureldingar í 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Leikurinn fer fram í KA-heimilinu og hefst kl. 17.
KA/Þór hefur gengið brösuglega það sem af er móti, aðeins eitt stig komið í hús og liðið deilir neðsta sætinu með Stjörnunni. Þar fyrir ofan er Afturelding með tvö stig og vonandi að fyrsti sigurinn komi í hús í dag.
KA/Þór tapaði með sex marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum í fimmtu umferðinni, en Afturelding tapaði heima gegn Fram með níu marka mun. Eini sigur Aftureldingar hingað til er gegn Stjörnunni, en Garðbæingar eru í sömu stöðu og KA/Þór, hafa aðeins náð einu stigi það sem af er móti.