Hermann Helgi Rúnarsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2026.
Hermann lék 21 leik í deild og bikar síðastliðið sumar og skoraði tvö mörk. Hermann sem er 25 ára gamall hefur leikið allan sinn feril með Þór og eru leikirnir orðnir alls 148.
Við óskum Hermanni til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni næsta sumar.
