Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Sandra María Jessen kom við sögu í báðum leikjum Íslands á æfingamóti á Spáni sem er nú nýlokið.
Þar mætti íslenska liðið annars vegar Kanada og hins vegar Danmörku.
Sandra hóf leik á varamannabekknum í báðum leikjunum en lék síðasta hálftímann gegn Kanada í leik sem lauk með markalausu jafntefli. Í leiknum gegn Danmörku spilaði Sandra síðustu tuttugu mínúturnar en leiknum lauk með 0-2 sigri Dana.
Sandra hefur nú leikið 47 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Næstu leikir Íslands eru fyrstu tveir leikirnir í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Sviss 21. febrúar og Frakklandi 25. febrúar. Báðir leikirnir fara fram ytra. Þess má geta að dregið verður í lokakeppni EM 2025 16. desember, en Ísland verður þar í öðrum styrkleikaflokki.