Jóhann Geir Sævarsson aftur í Þórsgallann

Jóhann Geir Sævarsson kominn í Craft-Þórs-gallann. Myndin var tekin í upphitun fyrir leik kvöldsins.
Jóhann Geir Sævarsson kominn í Craft-Þórs-gallann. Myndin var tekin í upphitun fyrir leik kvöldsins.

 

Handknattleiksdeildir Þórs og K.A. hafa samið um að Þórsarar fái leikmanninn á lánssamningi út yfirstandandi tímabil. Hann hefur nú þegar fengið leikheimild og verður í leikmannahópi Þórs sem mætir ungmennaliði Selfoss í Höllinni í kvöld kl. 19:30.

Jóhann Geir er vinstri hornamaður og spilaði með Þór upp alla yngri flokkana og síðan með Akureyri handboltafélagi þegar það var og hét. Eftir að K.A. hóf aftur að tefla fram liði í sínu nafni og samstarfinu um Akureyri handboltafélag var slitið flutti hann sig yfir í K.A. og hefur verið hjá félaginu síðan.

Handknattleiksdeildir Þórs og K.A. hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn verði lánaður til Þórs í Grill 66-deildinni út þetta tímabil.

Þórsarar bjóða Jóhann Geir velkominn í Þorpið!

Þau tíðindi urðu reyndar einnig í kvöld að Halldór Kristinn Harðarson er í leikmannahópnum, búinn að draga fram skóna að nýju og hefur æft með liðinu að undanförnu.