Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Bílaleiga Akureyrar býður öllum frítt á leik KA/Þórs og ÍR í dag. Leikurinn byrjar klukkan 18:00 í KA-heimilinu.
Byrjun vetrarins hefur verið köflótt hjá stelpunum okkar. Uppbygging liðsins gengur vel, með unga og efnilega liðsmenn ásamt reynsluboltum. Leikurinn í dag er gríðarlega mikilvægur og þurfa stelpurnar okkar á öllum okkar stuðningi að halda. Leikurinn er sá síðasti fyrir HM hlé og sigur í þessum leik kemur stelpunum á góðan stað fyrir síðari hlutann. ÍR-ingar komu upp í deildina núna og hafa staðið sig vel.
Hamborgarar og gos verða til sölu fyrir þá sem eru svangir.
Eins og áður sagði er frítt inn í boðið Bílaleigu Akureyrar. Klæðumst svörtu og fyllum KA-heimilið fyrir stelpurnar okkar.