Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
				
									Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil í keppni B-liða í 3. flokki með sigri á FH/ÍH á útivelli á sunnudaginn. Félagið hampar þessum titli annað árið í röð og þriðja skiptið á fjórum árum.
Úrslitaleikurinn fór fram á Kaplakrikavelli á sunnudagsrmorguninn kl. 11. Þór/KA náði forystunni með marki sem Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir skoraði á 20. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Birta Rán Víðisdóttir bætti við öðru marki á 73. mínútu, en aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Ísabella Jórunn Mueller muninn, staðan 2-1 og þanni endaði leikurinn. Sigurinn í höfn og stelpurnar okkar Íslandsmeistarar B-liða.
FH/ÍH - Þór/KA 1-2 (0-1)
Þjálfarar 3. flokks eru þau Pétur Heiðar Kristjánsson, Jóhann Hreiðarsson, Hulda Björg Hannesdóttir, Alma Sól Valdimarsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir.
Sjá nánar á thorka.is.