Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór/KA tekur á móti liði Víkings í 13. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld kl. 18.
Keppni í Bestu deildinni fer nú af stað að nýju eftir hlé vegna landsleikjanna gegn Þýskalandi og Póllandi þar sem íslenska liðið tryggði sér sæti á lokamóti EM næsta sumar. Í kvöld hefst 13. umferð Bestu deildarinnar með leik Þórs/KA og Víkings sem fram fer á VÍS-vellinum (Þórsvelli) og hefst leikurinn kl. 18.
Upphitun fyrir leikinn verður hefðbundinn með hamborgurum beint af grillinu frá kl. 17, þjálfaraspjalli á pallinum við Hamar um kl. 17:15 og svo tekur væntanlega við skemmtilegur leikur í blíðskaparveðri úti á velli kl. 18. Engin ástæða til að sitja heima.
Nánar á thorka.is.