Körfubolti: ÍR-ingar tóku forystu í einvíginu

Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari Þórs, og Ivica Petric aðstoðarþjálfari þurfa að finna einhver tromp…
Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari Þórs, og Ivica Petric aðstoðarþjálfari þurfa að finna einhver tromp uppi í erminni til að spila út á laugardagskvöldið. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinga í fyrsta leik liðsins gegn ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. ÍR vann með 17 stiga mun. Liðin mætast aftur á Akureyri á laugardagskvöld.

ÍR-ingar tóku forystuna strax í upphafi og héldu henni út leikinn. Munurinn var tíu stig eftir fyrsta leikhluta og kominn upp í 16 stig um tíma, en Þórsarar náðu að minnka hann niður í sex stig áður en fyrri hálfleik lauk. Aftur sigu ÍR-ingar fram úr í seinni hálfleiknum, náðu 19 stiga forskoti sem Þórsarar söxuðu á í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta, en komust þó ekki nær en 11 stig snemma í þeim fjórða. Munurinn að lokum 17 stig og ÍR-ingar komnir með forystu í einvíginu.

Harri Butler skoraði mest Þórsara, 22 stig, Baldur Örn Jóhannesson var með 17 stig og Jason Gigliotti með 16 stig og 11 fráköst. Hjá ÍR-ingum var Lamar Morgan með flest stig, 23, en Friðrik Curtis skorðai 22 stig og tók níu fráköst.

ÍR - Þór (22-12) (20-22) 42-36 (27-19) (28-27) 97-80

Stig/fráköst/stoðsendingar

Harri Butler 22/11/4, Baldur Örn Jóhannesson 17/4/1, Jason Gigliotti 16/11/2, Páll Nóel Hjálmarsson 9/3/0, Reynir Róbertsson 8/5/1, Smári Jónsson 8/3/6.

Annar leikur liðanna verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag og hefst kl. 19:15.