Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Eftir góðan heimasigur gegn Hrunamönnum síðastliðinn föstudag halda Þórsarar á Skagann í dag og mæta ÍA í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn er í 7. umferð 1. deildar karla.
Bæði lið hafa unnið tvo leiki af þeim sex sem þau hafa spilað hingað til og eru jöfn Selfyssingum í 7.-9. sæti deildarinnar. Sigrar ÍA komu á móti Hrunamönnum og Snæfelli, en Þórsarar hafa unnið Suðurlandsliðin, Selfoss og Hrunamenn. Skagamenn mættu ÍR-ingum á útivelli í síðustu umferð og töpuðu með 14 stiga mun, 90-74, á meðan Þórsarar unnu öruggan heimasigur á Hrunamönnum, 105-83.
Gera má ráð fyrir að leikurinn verði í beinni á rás ÍA TV á YouTube, en þar hafa Skagamenn verið með beinar útsendingar frá sínum leikjum hingað til.