Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Fimmtudaginn 9.nóvember næstkomandi bjóðum við nýjan þjálfara meistaraflokks karla formlega velkominn í Þorpið á kótilettukvöldi knattspyrnudeildar.
Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við liði Þórs og stýrði sinni fyrstu æfingu í Boganum í gær. Hann mun mæta á kótilettukvöldið og fara yfir málin með Þórsurum. Húsið opnar klukkan 19:00.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á knattspyrna@thorsport.is.
Hvetjum Þórsara til að fjölmenna og taka vel á móti nýjum þjálfara.