Kristófer Máni í Þór

Kristófer Máni handsalar samninginn við Svein Elías Jónsson, formann knattspyrnudeildar.
Kristófer Máni handsalar samninginn við Svein Elías Jónsson, formann knattspyrnudeildar.

Kristófer Máni Sigurðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Þórs.

Kristófer Máni er 17 ára gamall, fæddur árið 2008, og kemur til Þórs frá Hetti en þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristófer leikið 32 meistaraflokksleiki með Hetti undanfarin tvö ár.

Kristófer hefur æft með meistaraflokki Þórs að undanförnu og lék með liðinu í Kjarnafæðimótinu í desember.

Við bjóðum Kristófer velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni.