Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Píludeildin er að fara af stað með verkefni til að fjölga konum í pílukastinu og býður upp á kvennakvöld fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði til áramóta.
Hrefna Sævarsdóttir, margreynd pílukona og margfaldur meistari úr röðum Þórs, verður á staðnum, tekur á móti þátttakendum og leiðbeinir eftir þörfum. Hjá píludeildinni er allt til alls, lánspílur á staðnum.
Fyrsta kvennakvöldið verður annað kvöld, þriðjudaginn 5. september. Píludeildin er með aðstöðu í Íþróttahúsinu við Laugargötu og verður húsið opnað kl. 19:30, byrjað að kasta kl. 20.
