Nóg að gera hjá 3. og 4. flokki um helgina

Um síðustu helgi var nóg um að vera hjá iðkendum í 3. og 4. flokki Þórs í handbolta. Laugadagurinn var tekinn snemma hjá 4.flokki. Enn þeir byrjuðu daginn á því að taka að sér fjáröflun. Fjáröflun dagsins var umhverfisvæn þar sem piltarnir tóku að sér að tína rusl frá Leirunesti og að Leirubrúnni. Það voru nokkuð margir ruslapokar sem voru fylltir. Piltarnir í 4.flokki eru að safna sér fyrir ferð til Spánar 2023 þar sem þeir taka þátt í hinu stórskemmtilega móti, Grannollers Cup.

Klukkan 14:45 mætti 4.flokkur í Síðuskóla þar sem þeir tóku á móti Gróttu. Leikurinn byrjaði afar vel Þórsurum í vil þar sem þeir leiddu leikinn í 5-1. Eftir það náðu Gróttumenn að keyra sig í gang og komu leiknum í 6-6. Liðin skiptust á að vera með forystu fram að hálfleik en þegar fór að síga á seinni hluta fyrri hálfleiks náðum við forystu á ný og var staðan 16-13 þegar fyrri hálfleikur var flautaður af. Seinni hálfleikurinn var æsi spennandi þar sem bæði lið gáfu allt í leikinn og lokatölur leiksins urðu 26-23 okkur í vil. Markahæstu menn Þórsara voru Ármann Gunnar með 12 mörk og Stefán Andri með 5 mörk. Matthías Óskar varði með eindæmum vel, sérstaklega í seinni hálfleik og var alls með 14 varða bolta í leiknum.

Þriðji flokkur Þórs í átti einnig leik um helgina og mætti FH klukkan 14 á laugardaginn í höllinni. Leikurinn byrjaði erfiðlega fyrir Þórsarana en FH-ingarnir komust í 8-núll. Það var ekki fyrr en miðjumaðurinn Kristján Ragnar náði að brjóta múrinn á þrettándu mínútu leiksins og skora fyrsta mark Þórs, að hlutirnir fóru að ganga upp fyrir okkar menn. Staðan í háfleik var 12-12. Í seinni hálfleik börðust bæði lið við halda forustunni. Okkar menn náðu fram eins marks sigri eftir góðan seinni hálfleik. Þess má geta að FH eru í fyrsta sæti deildarinnar. Markahæstu menn okkar Þórsara voru Arnviður Bragi með 8 mörk og Ingimar Kristjánsson með fimm mörk. Tristan Ylur markmaður varði 10 bolta í leiknum.